„Grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. október 2023 21:44 Ívar Ásgrímsson hefur ekki haft margar ástæður til að gleðjast í vetur Vísir/Anton Brink Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld. Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira