Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 07:14 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“ Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira