Niðurstaðan kveði ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjalds Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. október 2023 14:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir mikilvægt að opinberir háskólar, líkt og aðrir opinberir aðildar, sýni aðhald í rekstri. Vísir/Arnar Háskólaráðherra segir nýjan úrskurð ekki kveða á um endurgreiðslu skrásetningargjalda né að það sé í heild sinni ólögmætt. Stúdentaráð hefur krafið háskólann um endurgreiðslu. Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14