Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og var lítið sem ekkert sem virtist geta skilið liðin að. Heimamenn leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en það voru gestirnir frá Brooklyn sem fóru með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan þá 57-59.
Alls skiptust liðin sjö sinnum á að hafa forystuna í leiknum og sjö sinnum var jafnt. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann með einu stigi og því var munurinn aðeins eitt stig þegar komið var að lokaleikhlutanum.
Þar reyndust Luka Doncic og félagar sterkari og Slóveninn setti niður þriggja stiga skot til að koma sínum mönnum þremur stigum yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru til leiksloka. Heimamenn skoruðu svo seinustu körfu leiksins og unnu að lokum nauman fimm stiga sigur, 125-120.
Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 49 stig, en hann tók einnig tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Brooklyn Nets var Cam Thomas atkvæðamestur með 30 stig.
🚨 LUKA DONCIC ARE YOU KIDDING ME? 🚨
— NBA (@NBA) October 28, 2023
HE HAS HIT 4 STRAIGHT CLUTCH TRIPLES TO REACH 49 POINTS.
Mavs up 3 with 12.5 seconds left: https://t.co/1wqRX7Uwkw pic.twitter.com/cK9d9Vzzsl
Úrslit næturinnar
Denver Nuggets 108-104 Memphis Grizzlies
Detroit Pistons 111-99 Charlotte Hornets
Oklahoma City Thunder 108-105 Cleveland Cavaliers
Miami Heat 111-119 Boston Celtics
New York Knicks 126-120 Atlanta Hawks
Houston Rockets 122-126 San Antonio Spurs
Toronto Raptors 103-104 Chicago Bulls
Brooklyn Nets 120-125 Dallas Mavericks
Los Angeles Clippers 118-120 Utah Jazz