Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2023 21:00 Margrét í ræðustólnum þar sem hún fór m.a. yfir glæruna á skjánum þar sem sést hvað bændum hefur fækkað mikið á síðustu 10 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira