Bjarni Guðnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 08:06 Bjarni Guðnason sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alþingi Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020. Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020.
Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira