Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2023 22:00 Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Kortið sýnir skjálftana á umbrotasvæðinu síðustu viku. Arnar Halldórsson Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýjustu tíðindum af stöðu mála en svæðið í kringum Þorbjörn er núna í gjörgæslu jarðvísindamanna og almannavarna. Kort, sem Veðurstofan birti í hádeginu í dag, sýnir hvar land hefur risið um 4-5 sentímetra vegna uppsöfnunar kviku vestan við Þorbjörn og norðvestan Grindavíkur. Landrisið þar hefur verið hratt og öflugt síðustu fjóra sólarhringa, að sögn Halldórs Geirssonar, jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Fer svona tiltölulega skarpt af stað en heldur svo áfram bara af töluvert miklum krafti,“ segir Halldór. Mynd Veðurstofunnar af landrisinu norðvestan Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Undanfarin fjögur ár, frá ársbyrjun 2020, hafa hins vegar nokkrir slíkir atburðir gerst á þessu sama svæði við Þorbjörn og Eldvörp án þess að kvika næði til yfirborðs með eldgosi. „Þetta ristímabil hérna við Þorbjörn er fimmta ristímabilið sem við erum með á þessum tíma,“ segir Halldór. Landrisið núna sker sig þó úr sem það hraðasta í umbrotunum til þessa. „Töluvert hraðara heldur en í fyrri hrinum. Og við sjáum líka að nú erum við komin upp fyrir hástöðuna sem var í hinum ristímabilunum.“ Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. Fjær er Bláa lónið.Sigurjón Ólason Skjálftakort markar umbrotasvæðið og gögnin gefa vísbendingu um hve nærri yfirborði kvikan er komin. „Þau dýpi sem koma út eru svona eitthvað í kringum fjóra kílómetra. Og það passar í sjálfu sér mjög vel við dýpið sem megnið af jarðskjálftavirkninni er á.“ Skammvinnt kvikuhlaup í tvær klukkustundir í gærmorgun gæti þó hafa náð ofar upp í jarðskorpuna. „Smáskjálftar sem urðu í þessum atburði náðu mjög grunnt, kannski upp í kílómeters dýpi, eða eitthvað svoleiðis. En í sjálfu sér eru engar vísbendingar út frá aðlögunargögnum um að kvika hafi í raun og veru komist svo grunnt,“ segir Halldór. Og nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika sé að brjóta sér leið ofar, samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar í dag. -Eins og staðan er núna á þessari stundu, síðdegis í dag, þá er ekkert sem bendir til þess að gos sé beinlínis yfirvofandi? „Nei, það er ekkert, svo ég viti, sem bendir til þess,“ svarar jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. 1. nóvember 2023 13:25 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30. október 2023 23:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýjustu tíðindum af stöðu mála en svæðið í kringum Þorbjörn er núna í gjörgæslu jarðvísindamanna og almannavarna. Kort, sem Veðurstofan birti í hádeginu í dag, sýnir hvar land hefur risið um 4-5 sentímetra vegna uppsöfnunar kviku vestan við Þorbjörn og norðvestan Grindavíkur. Landrisið þar hefur verið hratt og öflugt síðustu fjóra sólarhringa, að sögn Halldórs Geirssonar, jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Fer svona tiltölulega skarpt af stað en heldur svo áfram bara af töluvert miklum krafti,“ segir Halldór. Mynd Veðurstofunnar af landrisinu norðvestan Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Undanfarin fjögur ár, frá ársbyrjun 2020, hafa hins vegar nokkrir slíkir atburðir gerst á þessu sama svæði við Þorbjörn og Eldvörp án þess að kvika næði til yfirborðs með eldgosi. „Þetta ristímabil hérna við Þorbjörn er fimmta ristímabilið sem við erum með á þessum tíma,“ segir Halldór. Landrisið núna sker sig þó úr sem það hraðasta í umbrotunum til þessa. „Töluvert hraðara heldur en í fyrri hrinum. Og við sjáum líka að nú erum við komin upp fyrir hástöðuna sem var í hinum ristímabilunum.“ Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. Fjær er Bláa lónið.Sigurjón Ólason Skjálftakort markar umbrotasvæðið og gögnin gefa vísbendingu um hve nærri yfirborði kvikan er komin. „Þau dýpi sem koma út eru svona eitthvað í kringum fjóra kílómetra. Og það passar í sjálfu sér mjög vel við dýpið sem megnið af jarðskjálftavirkninni er á.“ Skammvinnt kvikuhlaup í tvær klukkustundir í gærmorgun gæti þó hafa náð ofar upp í jarðskorpuna. „Smáskjálftar sem urðu í þessum atburði náðu mjög grunnt, kannski upp í kílómeters dýpi, eða eitthvað svoleiðis. En í sjálfu sér eru engar vísbendingar út frá aðlögunargögnum um að kvika hafi í raun og veru komist svo grunnt,“ segir Halldór. Og nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika sé að brjóta sér leið ofar, samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar í dag. -Eins og staðan er núna á þessari stundu, síðdegis í dag, þá er ekkert sem bendir til þess að gos sé beinlínis yfirvofandi? „Nei, það er ekkert, svo ég viti, sem bendir til þess,“ svarar jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. 1. nóvember 2023 13:25 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30. október 2023 23:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. 1. nóvember 2023 13:25
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00
Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30. október 2023 23:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?