Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 19:02 Skórnir fara upp í hillu þegar tímabilinu lýkur þann 12. nóvember. IFK Norrköping Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Frá þessu er greint á vefsíðu IFK Norrköping í kvöld, fimmtudag. Þar segir að Ari Freyr muni taka við sem svokallaður „transitional“ þjálfari en sá á að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. „Það er spennandi verkefni og auðveldaði ákvörðunina. Þetta er auðvitað leiðinlegt en spennandi á sama tíma. Ég hlakka til þess sem næstu ár munu bera í skauti sér,“ segir hinn 36 ára gamli Ari Freyr. Nära två decennier på elitnivå och en av Islands mest meriterade landslagsspelare någonsin. Ari Skúlason avslutar spelarkarriären och blir övergångstränare. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNcHj. #ifknorrköping pic.twitter.com/vPt8qFdrKF— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 2, 2023 „Að spila fyrir framan stuðningsmennina, búningsklefans. Þau sem hafa aldrei spilað fótbolta eða aldrei verið í búningsklefa skilja ekki andrúmsloftið þar, það er einstakt,“ sagði Ari Freyr aðspurður hvers hann muni sakna mest. „Þetta snýst um að hjálpa þeim sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið sem og þeim sem eru þar nú þegar er kemur að aukaæfingum. Snýst um að aðstoða þá innan vallar sem utan,“ sagði Ari Freyr um nýja starfið. Ari Freyr hefur spilað með IFK Norrköping síðan 2021 en hefur komið víða við á ferlinum. Hann samdi ungur að árum við Heerenveen í Hollandi. Kom síðan heim og spilaði með Val, uppeldisfélagi sínu, áður en hann gekk í raðir BK Häcken í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til GIF Sundsvall, OB í Danmörku og svo Belgíu þar sem hann spilaði með Lokeren og Oostende áður en hann fór til Norrköping. Þá spilaði hann 83 A-landsleiki og var stór hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi. Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu IFK Norrköping í kvöld, fimmtudag. Þar segir að Ari Freyr muni taka við sem svokallaður „transitional“ þjálfari en sá á að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. „Það er spennandi verkefni og auðveldaði ákvörðunina. Þetta er auðvitað leiðinlegt en spennandi á sama tíma. Ég hlakka til þess sem næstu ár munu bera í skauti sér,“ segir hinn 36 ára gamli Ari Freyr. Nära två decennier på elitnivå och en av Islands mest meriterade landslagsspelare någonsin. Ari Skúlason avslutar spelarkarriären och blir övergångstränare. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNcHj. #ifknorrköping pic.twitter.com/vPt8qFdrKF— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 2, 2023 „Að spila fyrir framan stuðningsmennina, búningsklefans. Þau sem hafa aldrei spilað fótbolta eða aldrei verið í búningsklefa skilja ekki andrúmsloftið þar, það er einstakt,“ sagði Ari Freyr aðspurður hvers hann muni sakna mest. „Þetta snýst um að hjálpa þeim sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið sem og þeim sem eru þar nú þegar er kemur að aukaæfingum. Snýst um að aðstoða þá innan vallar sem utan,“ sagði Ari Freyr um nýja starfið. Ari Freyr hefur spilað með IFK Norrköping síðan 2021 en hefur komið víða við á ferlinum. Hann samdi ungur að árum við Heerenveen í Hollandi. Kom síðan heim og spilaði með Val, uppeldisfélagi sínu, áður en hann gekk í raðir BK Häcken í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til GIF Sundsvall, OB í Danmörku og svo Belgíu þar sem hann spilaði með Lokeren og Oostende áður en hann fór til Norrköping. Þá spilaði hann 83 A-landsleiki og var stór hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi.
Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira