Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað? Aðalheiður Snæbjarnardóttir skrifar 3. nóvember 2023 10:00 Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu? Jólin eru að koma! Þessi staðreynd fyllir sum okkar gleði og tilhlökkun en önnur kvíða. Það er svo margt sem þarf að gera: Kaupa jólagjafir, jólamatinn, fara í gegnum skrautið, búa til aðventukrans, baka allar þessar sortir af smákökum, finna réttu gjafirnar handa hverjum og einum og muna að aðstoða jólasveinana (hvenær koma þeir aftur??). Svo eru það jólaþrifin, jólatréð, jólatónleikarnir, jólaskemmtanir barnanna, jólahlaðborðið í vinnunni… Upptalningin gæti haldið áfram endalaust og mikið er heppilegt að það sé allt uppfullt af tilboðsdögum í aðdraganda jólanna. Miðnæturopnanir, dagur einhleypra, svartur föstudagur og hvað þeir heita allir. Þá er nú heldur betur hægt að kaupa nóg af öllu, jafnvel án þess að fara út úr húsi! Hátíð allri heimsbyggð í? Um leið dynja á okkur fréttir um loftslagsbreytingar og afleiðingar af þeirra völdum. Við höfum því miður upplifað nokkur heitustu sumur sem mælst hafa. Breytingunum fylgja hitabylgjur, flóð og manntjón. Það er kaldranaleg staðreynd að við höfum nú þegar upplifað kaldasta tímabil ævi okkar því hlýnunin mun ekki stöðvast eða ganga til baka á meðan við erum til. Góðu fréttirnar eru þær að ef við grípum til þeirra aðgerða sem þarf til að minnka loftslagsbreytingar munu börn sem fæðast um þessar mundir eiga möguleika á að sjá þessar breytingar gangi að hluta til baka á þeirra æviskeiði. Til þess að það geti raunverulega gerst þurfum við öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Umbreytingin þarf að eiga sér stað hjá fyrirtækjum, á innviðum okkar og vera stýrt af stjórnvöldum. Þetta ferli er hafið, m.a. með innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins, sem stefnir að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar að meðaltali innan við 1,5°C frá iðnvæðingu. Til þess að hægt sé að ná árangri á stuttum tíma þurfa stjórnvöld að draga vagninn. En einstaklingar geta líka haft áhrif, ekki síst með því hvernig þeir stýra sinni neyslu og hegðun. Og þá komum við að umfjöllunarefni pistilsins, jólunum. Í öllu jólabrjálæðinu og kröfu samfélagsins um að taka þátt í neyslunni hættir okkur öllum til að gleyma þeim áhrifum sem hin mikla neysla okkar og annarra Vesturlandabúa hefur, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga. Okkur langar kannski til að draga úr mengun, en við gleymum því bara í jólastressinu! Þau sem taka ekki þátt í neyslunni geta væntanlega ekki verið með í jólunum, eða hvað? Verða einhver jól hjá þeim sem kaupa ekki nýjustu skandinavísku hönnunina í jólagjöf handa vinum sínum, nýjustu afþreyinguna handa börnunum sínum, réttu upplifunina og eitthvað smá með handa foreldrum og tengdaforeldrum sínum? Endurnýja skrautið á jólatrénu og aðventukransinn? Það ER hægt að halda jól með minni neyslu Ef við ætlum að draga úr neyslu, hvernig getum við þá haldið jólin? Sem betur fer er hægt að gera ýmislegt og flest gefur okkur meiri tíma til að njóta aðdraganda jólanna betur. Ein leiðin er að taka þátt í hringrásarhagkerfinu og koma því sem ekki er verið að nota aftur í hringrásina með því að gefa notaðar jólagjafir. Við höfum ekki öll tíma til að leita að réttu jólagjöfunum í verslunum sem selja notaðan varning en flest eigum við lítið notaða og heillega hluti sem gætu vel nýst öðrum. Þetta gætu jafnvel verið gjafir sem við höfum fengið og aldrei notað – kannski passa þær ekki eða við áttum sama hlutinn fyrir. Slíka hluti má nefnilega gefa áfram. Ef við höfum tíma er tilvalið að nýta sér verslanir sem selja notaðan varning. Ef við kjósum frekar að versla á netinu þá er hellingur af síðum með notaðar vörur til sölu á Facebook. Bland er líka ennþá starfandi. Mörg þekkjum við fólk sem „á allt“ og aldrei er hægt að finna neitt fyrir. Fyrir þannig fólk er tilvalið að bjóða í heimsókn – eða fara til þeirra í heimsókn – og eyða með þeim því dýrmætasta sem við eigum: tíma. Það má líka bjóða út að borða, á tónleika eða í leikhús, ef þér finnst nauðsynlegt að gefa eitthvað annað en samveru. Samveran mikilvægust af öllu Jólin eiga ekki að snúast um neyslu og stress. Breytum því hvernig við nálgumst þau. Gefum notaðar gjafir eða bara alls engar gjafir og eyðum frekar tíma okkar með þeim sem við viljum gleðja. Börn og unglingar eru auðvitað síst til í að sleppa jólagjöfunum og það er allt í lagi. Mörg þeirra, ekki síst þau yngstu, eru alveg til í notuð leikföng, notað snjalltæki, notuð skíði eða hvað sem það er sem hugur þeirra stendur til. Komum endilega öllum þessum heilu hlutum sem sitja í skápunum og geymslunum hjá okkur í notkun. Megum við öll eiga gleðilega aðventu og friðsamleg jól með minni neyslu og meiri tíma með þeim sem eru okkur kærust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Jól Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu? Jólin eru að koma! Þessi staðreynd fyllir sum okkar gleði og tilhlökkun en önnur kvíða. Það er svo margt sem þarf að gera: Kaupa jólagjafir, jólamatinn, fara í gegnum skrautið, búa til aðventukrans, baka allar þessar sortir af smákökum, finna réttu gjafirnar handa hverjum og einum og muna að aðstoða jólasveinana (hvenær koma þeir aftur??). Svo eru það jólaþrifin, jólatréð, jólatónleikarnir, jólaskemmtanir barnanna, jólahlaðborðið í vinnunni… Upptalningin gæti haldið áfram endalaust og mikið er heppilegt að það sé allt uppfullt af tilboðsdögum í aðdraganda jólanna. Miðnæturopnanir, dagur einhleypra, svartur föstudagur og hvað þeir heita allir. Þá er nú heldur betur hægt að kaupa nóg af öllu, jafnvel án þess að fara út úr húsi! Hátíð allri heimsbyggð í? Um leið dynja á okkur fréttir um loftslagsbreytingar og afleiðingar af þeirra völdum. Við höfum því miður upplifað nokkur heitustu sumur sem mælst hafa. Breytingunum fylgja hitabylgjur, flóð og manntjón. Það er kaldranaleg staðreynd að við höfum nú þegar upplifað kaldasta tímabil ævi okkar því hlýnunin mun ekki stöðvast eða ganga til baka á meðan við erum til. Góðu fréttirnar eru þær að ef við grípum til þeirra aðgerða sem þarf til að minnka loftslagsbreytingar munu börn sem fæðast um þessar mundir eiga möguleika á að sjá þessar breytingar gangi að hluta til baka á þeirra æviskeiði. Til þess að það geti raunverulega gerst þurfum við öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Umbreytingin þarf að eiga sér stað hjá fyrirtækjum, á innviðum okkar og vera stýrt af stjórnvöldum. Þetta ferli er hafið, m.a. með innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins, sem stefnir að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar að meðaltali innan við 1,5°C frá iðnvæðingu. Til þess að hægt sé að ná árangri á stuttum tíma þurfa stjórnvöld að draga vagninn. En einstaklingar geta líka haft áhrif, ekki síst með því hvernig þeir stýra sinni neyslu og hegðun. Og þá komum við að umfjöllunarefni pistilsins, jólunum. Í öllu jólabrjálæðinu og kröfu samfélagsins um að taka þátt í neyslunni hættir okkur öllum til að gleyma þeim áhrifum sem hin mikla neysla okkar og annarra Vesturlandabúa hefur, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga. Okkur langar kannski til að draga úr mengun, en við gleymum því bara í jólastressinu! Þau sem taka ekki þátt í neyslunni geta væntanlega ekki verið með í jólunum, eða hvað? Verða einhver jól hjá þeim sem kaupa ekki nýjustu skandinavísku hönnunina í jólagjöf handa vinum sínum, nýjustu afþreyinguna handa börnunum sínum, réttu upplifunina og eitthvað smá með handa foreldrum og tengdaforeldrum sínum? Endurnýja skrautið á jólatrénu og aðventukransinn? Það ER hægt að halda jól með minni neyslu Ef við ætlum að draga úr neyslu, hvernig getum við þá haldið jólin? Sem betur fer er hægt að gera ýmislegt og flest gefur okkur meiri tíma til að njóta aðdraganda jólanna betur. Ein leiðin er að taka þátt í hringrásarhagkerfinu og koma því sem ekki er verið að nota aftur í hringrásina með því að gefa notaðar jólagjafir. Við höfum ekki öll tíma til að leita að réttu jólagjöfunum í verslunum sem selja notaðan varning en flest eigum við lítið notaða og heillega hluti sem gætu vel nýst öðrum. Þetta gætu jafnvel verið gjafir sem við höfum fengið og aldrei notað – kannski passa þær ekki eða við áttum sama hlutinn fyrir. Slíka hluti má nefnilega gefa áfram. Ef við höfum tíma er tilvalið að nýta sér verslanir sem selja notaðan varning. Ef við kjósum frekar að versla á netinu þá er hellingur af síðum með notaðar vörur til sölu á Facebook. Bland er líka ennþá starfandi. Mörg þekkjum við fólk sem „á allt“ og aldrei er hægt að finna neitt fyrir. Fyrir þannig fólk er tilvalið að bjóða í heimsókn – eða fara til þeirra í heimsókn – og eyða með þeim því dýrmætasta sem við eigum: tíma. Það má líka bjóða út að borða, á tónleika eða í leikhús, ef þér finnst nauðsynlegt að gefa eitthvað annað en samveru. Samveran mikilvægust af öllu Jólin eiga ekki að snúast um neyslu og stress. Breytum því hvernig við nálgumst þau. Gefum notaðar gjafir eða bara alls engar gjafir og eyðum frekar tíma okkar með þeim sem við viljum gleðja. Börn og unglingar eru auðvitað síst til í að sleppa jólagjöfunum og það er allt í lagi. Mörg þeirra, ekki síst þau yngstu, eru alveg til í notuð leikföng, notað snjalltæki, notuð skíði eða hvað sem það er sem hugur þeirra stendur til. Komum endilega öllum þessum heilu hlutum sem sitja í skápunum og geymslunum hjá okkur í notkun. Megum við öll eiga gleðilega aðventu og friðsamleg jól með minni neyslu og meiri tíma með þeim sem eru okkur kærust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun