Mate svekktur: Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í öðru landi Sæbjörn Þór Þorbergsson Steinke skrifar 3. nóvember 2023 21:43 Maté Dalmay var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
„Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti