Um áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga óttast alvarleg atvik í starfi Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 19:08 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir niðurstöður könnunarinnar áhyggjuefni. Vísir/Ívar Fannar Tæplega áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi samkvæmt nýrri könnun. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir nauðsynlegt að bæta starfsaðstæður. Aðeins fimmtungur hjúkrunarfræðinga segist sjaldan eða aldrei hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi sínu. Tæplega 43 prósent segjast oft eða mjög oft hafa áhyggjur og rétt rúmur þriðjungur hefur stundum áhyggjur. Þá segjast um 42 prósent hjúkrunarfræðinga mæta fremur eða mjög oft til vinnu þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur áhyggjur af stöðunni. „Þú mætir í vinnuna og þú heldur að það sé fullmannað, það er ekki fullmannað. Við erum undirmönnuð og þú berð ábyrgð á vaktinni þannig ábyrgðin liggur hjá hjúkrunarfræðingnum. Þetta er ekkert endilega svona hjá sambærilegum stéttum,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir. Könnunin var framkvæmd af Maskínu fyrir félag íslenskra hjúkrunarfræðinga dagana 20. september til 10. október síðastliðinn og var svarhlutfallið tæplega 65 prósent en samabærilegt hlutfall hjúkrunarfræðinga, 60,7 prósent, sögðust hafa hugsað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Sem helstu ástæður þess, nefna 40 prósent starfstengt álag og 32,8 prósent launakjör. „Þetta er mjög alvarlegt. Því eitt eru launakjörin , sem að náttúrulega er aðal áherslan. Það fer ekkert á milli mála það þarf að hætta grunnlaunin. Hitt er líka starfsaðstæðurnar og álagið í starfi,“ segir Guðbjörg og bendir á að Ísland geti lært af öðrum þjóðum. „Þar sem hefur verið gert átak í því að halda í hjúkrunarfræðinga í starfi og bjóða þeim upp á betra starfsumhverfi og launakjör þá fer fólk þangað í vinnu og við höfum hjúkrunarfræðinga úti í samfélaginu sem við viljum fá til starfa,“ segir Guðbjörg. Hún bindur miklar vonir um að frumvarp við refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks verði samþykkt í vetur. „Ekki fór þetta í gegn í vor og nú er kominn nóvember og ég veit ekki alveg hvað er svona flókið. Það þarf að klára málið, það eru allir sammála um það. Það þarf að gera smá breytingar í viðbót en það þarf að klára þetta og koma þessu í gegn.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 14. maí 2023 22:11 Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. 15. febrúar 2023 07:51 „Fólkið fyrst svo allt hitt“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. 4. janúar 2023 21:38 Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 67 prósent hjúkrunarfræðinga íhugað alvarlega að hætta 66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4. október 2022 07:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Aðeins fimmtungur hjúkrunarfræðinga segist sjaldan eða aldrei hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi sínu. Tæplega 43 prósent segjast oft eða mjög oft hafa áhyggjur og rétt rúmur þriðjungur hefur stundum áhyggjur. Þá segjast um 42 prósent hjúkrunarfræðinga mæta fremur eða mjög oft til vinnu þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur áhyggjur af stöðunni. „Þú mætir í vinnuna og þú heldur að það sé fullmannað, það er ekki fullmannað. Við erum undirmönnuð og þú berð ábyrgð á vaktinni þannig ábyrgðin liggur hjá hjúkrunarfræðingnum. Þetta er ekkert endilega svona hjá sambærilegum stéttum,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir. Könnunin var framkvæmd af Maskínu fyrir félag íslenskra hjúkrunarfræðinga dagana 20. september til 10. október síðastliðinn og var svarhlutfallið tæplega 65 prósent en samabærilegt hlutfall hjúkrunarfræðinga, 60,7 prósent, sögðust hafa hugsað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Sem helstu ástæður þess, nefna 40 prósent starfstengt álag og 32,8 prósent launakjör. „Þetta er mjög alvarlegt. Því eitt eru launakjörin , sem að náttúrulega er aðal áherslan. Það fer ekkert á milli mála það þarf að hætta grunnlaunin. Hitt er líka starfsaðstæðurnar og álagið í starfi,“ segir Guðbjörg og bendir á að Ísland geti lært af öðrum þjóðum. „Þar sem hefur verið gert átak í því að halda í hjúkrunarfræðinga í starfi og bjóða þeim upp á betra starfsumhverfi og launakjör þá fer fólk þangað í vinnu og við höfum hjúkrunarfræðinga úti í samfélaginu sem við viljum fá til starfa,“ segir Guðbjörg. Hún bindur miklar vonir um að frumvarp við refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks verði samþykkt í vetur. „Ekki fór þetta í gegn í vor og nú er kominn nóvember og ég veit ekki alveg hvað er svona flókið. Það þarf að klára málið, það eru allir sammála um það. Það þarf að gera smá breytingar í viðbót en það þarf að klára þetta og koma þessu í gegn.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 14. maí 2023 22:11 Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. 15. febrúar 2023 07:51 „Fólkið fyrst svo allt hitt“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. 4. janúar 2023 21:38 Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 67 prósent hjúkrunarfræðinga íhugað alvarlega að hætta 66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4. október 2022 07:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 14. maí 2023 22:11
Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. 15. febrúar 2023 07:51
„Fólkið fyrst svo allt hitt“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. 4. janúar 2023 21:38
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
67 prósent hjúkrunarfræðinga íhugað alvarlega að hætta 66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4. október 2022 07:15