Auknar tekjur og valfrelsi í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 6. nóvember 2023 14:00 Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun