Tap hjá Harden í fyrsta leik: „Þetta var svolítið skrítið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 12:01 James Harden átti ágætis leik í Madison Square Garden í nótt. getty/Rich Schultz James Harden lék sinn fyrsta leik fyrir Los Angeles Clippers þegar liðið tapaði fyrir New York Knicks, 111-97, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30