Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 21:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira