Mál umræddrar stúlku og fleiri barna komst í hámæli á Spáni eftir að í ljós kom að myndir yfir 20 stúlkna í bænum Almendralejo voru notaðar til að búa til klám með aðstoð gervigreindar, sem var svo deilt á netinu. Stúlkurnar voru allar undir lögaldri, frá 11 til 17 ára.
Móðir einnar þeirra, Miriam Al Adib, var meðal hóps foreldra sem ákvað að stofna stuðningshóp á netinu, sem varð til þess að fjöldi annarra foreldra setti sig í samband. Fólk lýsti því meðal annars hvernig það hefði ekki fengið neinn stuðning þegar upp komst að barnið þeirra hafði verið misnotað með þessum hætti.
BBC fjallar um málið í dag en á dögunum fór fram fyrsta ráðstefna þarlendra stjórnvalda um hættur gervigreindar, þar sem innanríkisráðherrann Suella Braverman hét því að taka á gervigreindar-sköpuðu barnaníðsefni.
Það væri afstaða stjórnvalda að klámefnið væri ólöglegt, jafnvel þótt ekki væri um að ræða raunveruleg börn.
Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri Internet Watch Foundation, segir afar brýnt að taka á vandanum. Áhyggjur væru uppi um flóðbylgju „skáldaðs“ barnaníðsefnis.
„Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast, þetta er að gerast,“ segir hún.
Samkvæmt skýrslu samtakanna fundust yfir 20.000 gervigreindar-skapaðar myndir á einu vefsvæði þar sem barnaníðsefni var deilt manna á milli. Í athugasemdum var „höfundum“ myndanna hrósað fyrir það hversu raunverulegar þær væru.
Sumar myndanna höfðu verið búnar til útfrá myndum af fullklæddum börnum að leika sér í almenningsgarði.