Að mæta orkuþörf samfélaga Nótt Thorberg skrifar 9. nóvember 2023 08:00 Sjaldan hefur brýnna að mæta breyttri orkuþörf samfélaga og sýn þjóða um betri heim fyrir alla. Nú keppast lönd heims við að vinda ofan af hlýnun jarðar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo standa megi við skuldbindingar Parísarsáttmálans. Mikið er í húfi enda gætir áhrifa lofslagsbreytinga viða og því mikilvægt að snúa neikvæðri þróun við hið fyrsta. Spurningin um breytta orkuþörf og þróun hennar hefur því aldrei verið mikilvægari en nú. Skipta þarf jarðefnaeldsneyti út fyrir græna orkukosti auk þess sem virðiskeðjur heims kalla á grænni og umhverfisvænni lausnir í takt við breyttar áherslur neytenda og löggjöf. Eftirspurn eftir grænni orku er meiri en nokkru sinni fyrr og mun aukast enn frekar á næstu árum. Því þarf að taka risastökk til að mæta þörfum grænna samfélaga. Orka er undirstaða nútímasamfélaga og hefur skipt sköpum í vexti og velmegun þróaðra ríkja. Á Íslandi hafa fjárfestingar í orkukerfi landsins skilað okkur velferðarsamfélaginu sem við njótum öll. Fjárfestingar og hugdjarfar ákvarðanir fyrri tíma eru forsenda uppskeru dagsins í dag. Öryggi og sjálfstæði okkar í orkumálum er meira en flestra þjóða og segja má að orkan sé ein af meginstoðum vaxtar og samkeppnishæfi Íslands í alþjóðlegu samhengi. Staða Íslands þykir eftirsóknarverð og augu heimsins eru nú á því hvernig við munum hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið. Ef Ísland getur það munu aðrar þjóðir fylgja á eftir. Samkvæmt nýlega birtri skýrslu forseta Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna COP28, International Renewable Energy Agency and Global Renewables Alliance er því spáð að til að mæta nýrri tækni og orkuskiptum þjóða verði að þrefalda framleiðslu grænnar og vistvænnar orku í heiminum til ársins 2030 og tvöfalda orkunýtni samhliða. Orkusparnaður mun líka gegna mikilvægu hlutverki. Verkefnið er stórt og kallar á nýja nálgun. Á Íslandi vinna stjórnvöld og atvinnulíf að því að varða leiðina að kolefnishlutleysi í samræmi við lögfest markmið Íslands. Nýlega birtu ellefu atvinnugreinar sína Loftslagsvegvísa sem sýna stöðu og viðfangsefni hverrar greinar. Þá er unnið að þriðju uppfærslu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum sem vænta má á nýju ári. Á næstu sjö árum þarf að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna svo að markmið um 55% samdrátt í losun innanlands náist árið 2030. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg en stærsta viðfangsefnið lýtur að orkuskiptum á landi, sjó og í flugi. Stærstu verkefnin þar snúa að vegasamgöngum, fiskiskipum og siglingum innanlands. Svo markmið okkar nái fram að ganga þarf að skipta út miklu magni af jarðefnaeldsneyti fyrir græna orkugjafa og það sem fyrst. En hvernig mun þá orkuþörf Íslands breytast? Undanfarið hafa birst margar spár um hvernig framleiðsla endurnýjanlegrar orku muni þróast með hliðsjónar til stóraukinnar eftirspurnar eftir grænum orkukostum. Í skýrslu Umhverfis, orku og lofslagslagsráðuneytisins um orkumál, sem birt var í mars á síðasta ári, eru ólíkar spár teknar saman. Nýverið birtu Landsnet og Landsvirkjun sínar spár í tengslum við raforkuþróun til ársins 2035 og þá kynntu Samorka, Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Efla vefsíðuna orkuskipti.is í fyrra auk þess Orkustofnun gaf út orkuskiptalíkanið orkuskiptaspa.is. Allar sýna þessar spár grænt á hvítu að grænuorkuþörf samfélagsins fari ört vaxandi á næsta áratug. Allt bendir til þess að eftirspurn eftir rafmagni muni nær tvöfaldast auk vaxandi nýtingar rafeldsneytis þar sem bein nýting rafmagns er ekki möguleg. Grænir orkukostir munu þurfa að knýja fólks- og flutningabíla, vinnuvélar, flugvélar, farþega- og fiskiskip til langs tíma og því nauðsynlegt að tryggja að rafmagnsframleiðsla og innviðir mæti þessari þróun. Ísland er í lykilstöðu og gæti orðið fyrst þjóða til að ná settu marki ef við klárum þriðju orkuskiptin eins og markmið stjórnvalda kveða á um. Það er því ekki lengur spurning hvort auka þurfi orkuframleiðslu á Íslandi heldur hvernig. Við megum engan tíma missa og mikilvægt er að horfa til allra lausna og verkefna sem geta hraðað orkuskiptunum og aukið skilvirknina svo draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst. Ábyrgð Íslands er mikil og hagur landsmanna að árangur náist. Þá er ekki síður mikilvægt að gæta jafnvægis og horfa til allra þeirra verðmæta sem samfélagið, umhverfið, náttúran og lífríkið færir okkur við úrlausn þeirra verkefna sem eru framundan. Áframhaldandi uppbygging framtíðarorkukerfis Íslands er eitt af mikilvægustu verkefnunum enda meginforsenda þriðju orkuskiptanna. Þar reynir á stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og samfélagið allt. Ég hvet öll til að vera framsýn og vinna að samstöðu. Leyfum okkur nýja hugsun, sýnum metnað í verki og eigum lausnamiðað samtal og samstarf svo finna megi farsælustu leiðirnar að kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Með samstilltu átaki, sameiginlegri sýn og nýrri nálgun munum við ná settu marki. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Nótt Thorberg Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur brýnna að mæta breyttri orkuþörf samfélaga og sýn þjóða um betri heim fyrir alla. Nú keppast lönd heims við að vinda ofan af hlýnun jarðar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo standa megi við skuldbindingar Parísarsáttmálans. Mikið er í húfi enda gætir áhrifa lofslagsbreytinga viða og því mikilvægt að snúa neikvæðri þróun við hið fyrsta. Spurningin um breytta orkuþörf og þróun hennar hefur því aldrei verið mikilvægari en nú. Skipta þarf jarðefnaeldsneyti út fyrir græna orkukosti auk þess sem virðiskeðjur heims kalla á grænni og umhverfisvænni lausnir í takt við breyttar áherslur neytenda og löggjöf. Eftirspurn eftir grænni orku er meiri en nokkru sinni fyrr og mun aukast enn frekar á næstu árum. Því þarf að taka risastökk til að mæta þörfum grænna samfélaga. Orka er undirstaða nútímasamfélaga og hefur skipt sköpum í vexti og velmegun þróaðra ríkja. Á Íslandi hafa fjárfestingar í orkukerfi landsins skilað okkur velferðarsamfélaginu sem við njótum öll. Fjárfestingar og hugdjarfar ákvarðanir fyrri tíma eru forsenda uppskeru dagsins í dag. Öryggi og sjálfstæði okkar í orkumálum er meira en flestra þjóða og segja má að orkan sé ein af meginstoðum vaxtar og samkeppnishæfi Íslands í alþjóðlegu samhengi. Staða Íslands þykir eftirsóknarverð og augu heimsins eru nú á því hvernig við munum hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið. Ef Ísland getur það munu aðrar þjóðir fylgja á eftir. Samkvæmt nýlega birtri skýrslu forseta Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna COP28, International Renewable Energy Agency and Global Renewables Alliance er því spáð að til að mæta nýrri tækni og orkuskiptum þjóða verði að þrefalda framleiðslu grænnar og vistvænnar orku í heiminum til ársins 2030 og tvöfalda orkunýtni samhliða. Orkusparnaður mun líka gegna mikilvægu hlutverki. Verkefnið er stórt og kallar á nýja nálgun. Á Íslandi vinna stjórnvöld og atvinnulíf að því að varða leiðina að kolefnishlutleysi í samræmi við lögfest markmið Íslands. Nýlega birtu ellefu atvinnugreinar sína Loftslagsvegvísa sem sýna stöðu og viðfangsefni hverrar greinar. Þá er unnið að þriðju uppfærslu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum sem vænta má á nýju ári. Á næstu sjö árum þarf að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna svo að markmið um 55% samdrátt í losun innanlands náist árið 2030. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg en stærsta viðfangsefnið lýtur að orkuskiptum á landi, sjó og í flugi. Stærstu verkefnin þar snúa að vegasamgöngum, fiskiskipum og siglingum innanlands. Svo markmið okkar nái fram að ganga þarf að skipta út miklu magni af jarðefnaeldsneyti fyrir græna orkugjafa og það sem fyrst. En hvernig mun þá orkuþörf Íslands breytast? Undanfarið hafa birst margar spár um hvernig framleiðsla endurnýjanlegrar orku muni þróast með hliðsjónar til stóraukinnar eftirspurnar eftir grænum orkukostum. Í skýrslu Umhverfis, orku og lofslagslagsráðuneytisins um orkumál, sem birt var í mars á síðasta ári, eru ólíkar spár teknar saman. Nýverið birtu Landsnet og Landsvirkjun sínar spár í tengslum við raforkuþróun til ársins 2035 og þá kynntu Samorka, Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Efla vefsíðuna orkuskipti.is í fyrra auk þess Orkustofnun gaf út orkuskiptalíkanið orkuskiptaspa.is. Allar sýna þessar spár grænt á hvítu að grænuorkuþörf samfélagsins fari ört vaxandi á næsta áratug. Allt bendir til þess að eftirspurn eftir rafmagni muni nær tvöfaldast auk vaxandi nýtingar rafeldsneytis þar sem bein nýting rafmagns er ekki möguleg. Grænir orkukostir munu þurfa að knýja fólks- og flutningabíla, vinnuvélar, flugvélar, farþega- og fiskiskip til langs tíma og því nauðsynlegt að tryggja að rafmagnsframleiðsla og innviðir mæti þessari þróun. Ísland er í lykilstöðu og gæti orðið fyrst þjóða til að ná settu marki ef við klárum þriðju orkuskiptin eins og markmið stjórnvalda kveða á um. Það er því ekki lengur spurning hvort auka þurfi orkuframleiðslu á Íslandi heldur hvernig. Við megum engan tíma missa og mikilvægt er að horfa til allra lausna og verkefna sem geta hraðað orkuskiptunum og aukið skilvirknina svo draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst. Ábyrgð Íslands er mikil og hagur landsmanna að árangur náist. Þá er ekki síður mikilvægt að gæta jafnvægis og horfa til allra þeirra verðmæta sem samfélagið, umhverfið, náttúran og lífríkið færir okkur við úrlausn þeirra verkefna sem eru framundan. Áframhaldandi uppbygging framtíðarorkukerfis Íslands er eitt af mikilvægustu verkefnunum enda meginforsenda þriðju orkuskiptanna. Þar reynir á stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og samfélagið allt. Ég hvet öll til að vera framsýn og vinna að samstöðu. Leyfum okkur nýja hugsun, sýnum metnað í verki og eigum lausnamiðað samtal og samstarf svo finna megi farsælustu leiðirnar að kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Með samstilltu átaki, sameiginlegri sýn og nýrri nálgun munum við ná settu marki. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun