Kirkjur og kór Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 14:00 Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Kórar Börn og uppeldi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum!
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun