Kirkjur og kór Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 14:00 Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Kórar Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun