Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:18 Spænskir sósíalistar undir stjórn Pedro Sanchez ná samkomulagi við katalónska aðskilnaðarsinnum um uppreist æru. Getty/Eduardo Parra Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira