Stærri kvikugangur en í síðustu eldgosum og mikil kvika Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2023 23:47 Ekki er hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur þar sem hann geti opnast. Um er að ræða stærri kvikugang en í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni. Vísir/Vilhelm Veðurstofa hefur upplýst að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur og geti opnast. Að sögn sviðsstjóra almannavarna er um stærri kvikugang að ræða en sást í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni. Almannavarnir héldu upplýsingafund upp úr ellefta tímanum í kvöld þar sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, greindi frá því að rýma ætti Grindavík vegna kvikugangs sem ýtist upp til yfirborðs og sat fyrir svörum blaðamanna. Hér verður farið yfir þær upplýsingar sem komu fram á fundinum er varða kvikuganginn. Aðspurður út í stærð kvikugangsins í samanburði við kvikugangana í eldgosunum í Fagradalsfjalli og við Litla-Hrút sagði Víðir að um óvenjustóran kvikugang væri að ræða. Mikil kvika væri undir jörðinni og meira jarðhnik en hefur sést. Hversu ofarlega er kvikugangurinn? „Ekki er vitað nákvæmlega hversu ofarlega kvikugangurinn er en hann hefur færst hratt að yfirborðinu,“ sagði Víðir og þess vegna væri gott ef íbúar væru búnir að yfirgefa bæinn á næstu tveimur tímum. Er þörf á því að rýma stærra svæði en Grindavík? „Miðað við upplýsingar jarðfræðinga er ekki þörf á því að rýma stærra svæði en Grindavík,“ sagði hann. Þá bætti Víðir við að öflugur hópur vísindamanna ynni að því að vinna gögn í rauntíma til að hægt væri að meta stöðuna eftir því sem hún þróaðist og eyða allri óvissu. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Almannavarnir héldu upplýsingafund upp úr ellefta tímanum í kvöld þar sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, greindi frá því að rýma ætti Grindavík vegna kvikugangs sem ýtist upp til yfirborðs og sat fyrir svörum blaðamanna. Hér verður farið yfir þær upplýsingar sem komu fram á fundinum er varða kvikuganginn. Aðspurður út í stærð kvikugangsins í samanburði við kvikugangana í eldgosunum í Fagradalsfjalli og við Litla-Hrút sagði Víðir að um óvenjustóran kvikugang væri að ræða. Mikil kvika væri undir jörðinni og meira jarðhnik en hefur sést. Hversu ofarlega er kvikugangurinn? „Ekki er vitað nákvæmlega hversu ofarlega kvikugangurinn er en hann hefur færst hratt að yfirborðinu,“ sagði Víðir og þess vegna væri gott ef íbúar væru búnir að yfirgefa bæinn á næstu tveimur tímum. Er þörf á því að rýma stærra svæði en Grindavík? „Miðað við upplýsingar jarðfræðinga er ekki þörf á því að rýma stærra svæði en Grindavík,“ sagði hann. Þá bætti Víðir við að öflugur hópur vísindamanna ynni að því að vinna gögn í rauntíma til að hægt væri að meta stöðuna eftir því sem hún þróaðist og eyða allri óvissu.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira