Malmö sænskur meistari á kostnað Íslendingaliðs Elfsborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 17:15 Malmö er sænskur meistari eftir dramatíska lokaumferð. Malmö Malmö er Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Íslendingaliði Elfsborg í hreinum úrslitaleik í dag. Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira