Malmö sænskur meistari á kostnað Íslendingaliðs Elfsborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 17:15 Malmö er sænskur meistari eftir dramatíska lokaumferð. Malmö Malmö er Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Íslendingaliði Elfsborg í hreinum úrslitaleik í dag. Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira