Íslenski landsliðsmaðurinn hóf leik dagsins á bekknum en kom inn af bekknum í hálfleik en þá var staðan 1-0 Genk í vil. Jón Dagur var ekki lengi að láta að sér kveða og nældi sér í gult spjald eftir aðeins tíu mínútna leik.
Hann lagði svo upp jöfnunarmark Leuven á 85. mínútu en það skoraði hinn norski Jonatan Brunes. Það mark var hins vegar fljótlega núllað út því heimamenn skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og unnu 3-1 sigur.
Það hefur lítið gengið hjá Leuven á leiktíðinni en liðið er sem stendur í 14. sæti með aðeins 12 stig að loknum 14 leikjum. Sem stendur er liðið í sæti sem sendir það í umspil um hvaða lið falla úr efstu deild, liðin í 13. til 16. sæti fara í það umspil.
Í Danmörku var Sverrir Ingi Ingason á sínum stað í hjarta varnar Midtjylland sem og með fyrirliðabandið þegar liðið vann 2-0 sigur á Nordsjælland. Sigurinn þýðir að þegar 15 umferðir eru búnar í Danmörku er FC Kaupmannahöfn á toppnum með 33 stig en þar á eftir koma Bröndby og Midtjylland með 30 stig hvort.