„Tímabundin“ skattahækkun fylgir varnargarðafrumvarpi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2023 17:28 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur frumvarpið fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarfrumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga gerir ráð fyrir að nýr skattur verði lagður á alla húseigendur í landinu. Skattinum, sem kallast forvarnagjald, er ætlað að skila nærri einum milljarði króna í tekjur á næsta ári og tekið fram að hann verði lagður á „tímabundið í þrjú ár“. Í greinargerð frumvarpsins, sem útbýtt var á Alþingi í gær, segir að áhrif gjaldtökunnar á vísitölu neysluverðs séu talin óveruleg. Nefnd eru dæmi um að gjaldið muni nema 4.800 krónum á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir króna og 8.000 krónum á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 100 milljónir króna. Í frétt Stöðvar 2 árið 2014 um slíka eyrnamerkta sérskatta kom fram að þeir höfðu sterka tilhneigingu til að verða varanlegir og verða bandorminum svokallaða að bráð, það er sérlögum sem jafnan fylgja fjárlögum þar sem kveðið er á um með „þrátt fyrir“ ákvæði að tekjurnar skuli að hluta eða að öllu leyti renna í ríkissjóð. Landsmenn sem komnir eru á efri ár muna eflaust margir eftir því að í Heimaeyjargosinu árið 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt „tímabundið“ um tvö prósentustig til endurreisnar í Eyjum. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Frá eldgosinu á Heimaey árið 1973.Ingvar Friðleifsson Hið nýja forvarnagjald, sem núna er áformað, er samskonar ofanflóðagjaldinu sem núna er lagt á fasteignaeigendur til að kosta gerð varnargarða vegna ofanflóða. Í frétt vestfirska héraðsmiðilsins Bæjarins besta síðastliðið sumar kom fram að nærri sextíu prósent tekna af ofanflóðagjaldi, sem innheimt var á árunum 2009 til og með 2019, runnu beint í ríkissjóð og var ekki varið til ofanflóðavarna, eins og mælt er fyrir um í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Í fréttinni var vitnað til skriflegs svars á Alþingi frá árinu 2021 við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar. Þar kom fram að á árunum 2009 til 2019 námu tekjur af ofanflóðagjaldinu um 22,5 milljörðum króna. Af þeim fóru aðeins um 9,8 milljarðar króna til framkvæmda við varnargarða. Mismunurinn, um 12,7 milljarðar króna, rann í ríkissjóð. Í frétt Stöðvar 2 fyrir níu árum voru auk Heimaeyjarskattsins nefnd dæmi eins og Fríhafnargjald, sem átti að fara til uppbyggingar ferðamannastaða, en hvarf að mestu í hítina, aukaskattur á bensín, sem átti að fjármagna vegagerð, en FÍB kallaði skattrán þegar ríkisstjórnin setti peningana í annað, og Þjóðarbókhlöðuskatturinn, sem hélst á löngu eftir að búið var að byggja húsið. Einnig sérstök hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum fækkaði niður í þrjú prósent lækkaði skatturinn ekki að sama skapi. Sú ályktun var dregin í fréttinni að skattar sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Hér má rifja upp dæmi um sérskatta sem orðið hafa bandorminum að bráð: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 10. nóvember 2023 12:13 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55 Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í greinargerð frumvarpsins, sem útbýtt var á Alþingi í gær, segir að áhrif gjaldtökunnar á vísitölu neysluverðs séu talin óveruleg. Nefnd eru dæmi um að gjaldið muni nema 4.800 krónum á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir króna og 8.000 krónum á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 100 milljónir króna. Í frétt Stöðvar 2 árið 2014 um slíka eyrnamerkta sérskatta kom fram að þeir höfðu sterka tilhneigingu til að verða varanlegir og verða bandorminum svokallaða að bráð, það er sérlögum sem jafnan fylgja fjárlögum þar sem kveðið er á um með „þrátt fyrir“ ákvæði að tekjurnar skuli að hluta eða að öllu leyti renna í ríkissjóð. Landsmenn sem komnir eru á efri ár muna eflaust margir eftir því að í Heimaeyjargosinu árið 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt „tímabundið“ um tvö prósentustig til endurreisnar í Eyjum. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Frá eldgosinu á Heimaey árið 1973.Ingvar Friðleifsson Hið nýja forvarnagjald, sem núna er áformað, er samskonar ofanflóðagjaldinu sem núna er lagt á fasteignaeigendur til að kosta gerð varnargarða vegna ofanflóða. Í frétt vestfirska héraðsmiðilsins Bæjarins besta síðastliðið sumar kom fram að nærri sextíu prósent tekna af ofanflóðagjaldi, sem innheimt var á árunum 2009 til og með 2019, runnu beint í ríkissjóð og var ekki varið til ofanflóðavarna, eins og mælt er fyrir um í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Í fréttinni var vitnað til skriflegs svars á Alþingi frá árinu 2021 við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar. Þar kom fram að á árunum 2009 til 2019 námu tekjur af ofanflóðagjaldinu um 22,5 milljörðum króna. Af þeim fóru aðeins um 9,8 milljarðar króna til framkvæmda við varnargarða. Mismunurinn, um 12,7 milljarðar króna, rann í ríkissjóð. Í frétt Stöðvar 2 fyrir níu árum voru auk Heimaeyjarskattsins nefnd dæmi eins og Fríhafnargjald, sem átti að fara til uppbyggingar ferðamannastaða, en hvarf að mestu í hítina, aukaskattur á bensín, sem átti að fjármagna vegagerð, en FÍB kallaði skattrán þegar ríkisstjórnin setti peningana í annað, og Þjóðarbókhlöðuskatturinn, sem hélst á löngu eftir að búið var að byggja húsið. Einnig sérstök hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum fækkaði niður í þrjú prósent lækkaði skatturinn ekki að sama skapi. Sú ályktun var dregin í fréttinni að skattar sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Hér má rifja upp dæmi um sérskatta sem orðið hafa bandorminum að bráð:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 10. nóvember 2023 12:13 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55 Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 10. nóvember 2023 12:13
Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30
Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55
Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09