Landvernd styður Grindavík Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Umhverfismál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björg Eva Erlendsdóttir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar