Aðkoma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir upplýsti á þingi nú rétt í þessu að við gerð frumvarpsins um varnargarð um HS Orku og Bláa lónið hafi ekkert verið rætt við fyrirtækin um aðkomu þeirra. vísir/vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau? Talsverð umræða hefur verið um hver eigi að bera kostnaðinn við varnargarðinn. Eins og Vísir greindi frá var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Arndís Anna spurði þessarar spuringar í óundirbúnum fyrirspurnum. Hún hóf máls sitt á að benda á að í gær hafi verið samþykkt lög þar sem komið hafi verið á nýjum skattstofni til að reisa varnargarð um tvö stöndug fyrirtæki. Annað þeirra, HS Orka, sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla innviði, en það breyti því ekki að þessi fyrirtæki eru bæði með töluvert mikinn hagnað í farteskinu. „Var óskað eftir sérstöku framlagi frá þessum stöndugu fyrirtækjum til að mæta þeim kostnaði við varnargarð með einum eða öðrum hætti?“ Umræða um hvort innviðir eigi að vera í opinberri eigu Katrín sagði að frumvarpið hafi verið, eins og gefur að skilja, unnið með töluverðum hraða. „Niðurstaða okkar var að fara í sambærilega leið og með ofanflóðasjóð. Það er að segja: Leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi.“ Katrín sagði það vissulega og vafalaust stöndugt fyrirtæki. „Mér finnst við komin í þá umræðu hvort við viljum að þau slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða. En það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Og þetta einkafyrirtæki er að sjá þessum 30 þúsund íbúum fyrir rafmagni og hita.“ Arndís Anna taldi ljóst að þarna færu stöndug fyrirtæki og hún vildi vita hvort eitthvað hafi verið rætt við þau um að þau kæmu að kostnaði við gerð varnargarða vegna hugsanlegs eldgoss.vísir/vilhelm Katrín sagði tjónið af því, ef þetta fyrirtæki lamast, alveg gríðarlegt. „Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem liggur upp að þessu orkuveri. Og ég vil bara segja það skýrt hér að það er ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. En það liggur þar sem það liggur og ég er auðvitað að vitna í Bláa lónið, og lega varnargarðanna verða auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í.“ Aðgerðin snýst fyrst og síðast um orkuverið Katrín taldi mikilvægt að halda þessu til haga því einhverjir þingmenn hafi rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þann ágæta ferðamannastað. „Auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið. Og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 20 þúsund manns.“ Katrín sagði að þetta hafi ekki komið til umræðu við gerð frumvarpsins. „Ég vil hins vegar segja það að ég legg á það mikla áherslu, og hef gert það í samtölum mínum við Samtök atvinnulífsins í tengslum við afkomu íbúa Grindavíkur, að það er mjög mikilvægt að stöndug fyrirtæki á svæðinu leggi sitt að mörkum til að tryggja afkomu fólks á næstu mánuðum.“ Arndís Anna vildi ítreka í spurningu sinni hvort það hafi farið fram einhverjar viðræður við fyrirtækin en Katrín sagði svo ekki vera. En hafa bæri í huga að kostnaðurinn við varnargarðinn væri „miniamalískur“ í samanburði við það tjón sem þegar væri orðið. Alþingi Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Skattar og tollar Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira
Talsverð umræða hefur verið um hver eigi að bera kostnaðinn við varnargarðinn. Eins og Vísir greindi frá var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Arndís Anna spurði þessarar spuringar í óundirbúnum fyrirspurnum. Hún hóf máls sitt á að benda á að í gær hafi verið samþykkt lög þar sem komið hafi verið á nýjum skattstofni til að reisa varnargarð um tvö stöndug fyrirtæki. Annað þeirra, HS Orka, sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla innviði, en það breyti því ekki að þessi fyrirtæki eru bæði með töluvert mikinn hagnað í farteskinu. „Var óskað eftir sérstöku framlagi frá þessum stöndugu fyrirtækjum til að mæta þeim kostnaði við varnargarð með einum eða öðrum hætti?“ Umræða um hvort innviðir eigi að vera í opinberri eigu Katrín sagði að frumvarpið hafi verið, eins og gefur að skilja, unnið með töluverðum hraða. „Niðurstaða okkar var að fara í sambærilega leið og með ofanflóðasjóð. Það er að segja: Leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi.“ Katrín sagði það vissulega og vafalaust stöndugt fyrirtæki. „Mér finnst við komin í þá umræðu hvort við viljum að þau slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða. En það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Og þetta einkafyrirtæki er að sjá þessum 30 þúsund íbúum fyrir rafmagni og hita.“ Arndís Anna taldi ljóst að þarna færu stöndug fyrirtæki og hún vildi vita hvort eitthvað hafi verið rætt við þau um að þau kæmu að kostnaði við gerð varnargarða vegna hugsanlegs eldgoss.vísir/vilhelm Katrín sagði tjónið af því, ef þetta fyrirtæki lamast, alveg gríðarlegt. „Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem liggur upp að þessu orkuveri. Og ég vil bara segja það skýrt hér að það er ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. En það liggur þar sem það liggur og ég er auðvitað að vitna í Bláa lónið, og lega varnargarðanna verða auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í.“ Aðgerðin snýst fyrst og síðast um orkuverið Katrín taldi mikilvægt að halda þessu til haga því einhverjir þingmenn hafi rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þann ágæta ferðamannastað. „Auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið. Og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 20 þúsund manns.“ Katrín sagði að þetta hafi ekki komið til umræðu við gerð frumvarpsins. „Ég vil hins vegar segja það að ég legg á það mikla áherslu, og hef gert það í samtölum mínum við Samtök atvinnulífsins í tengslum við afkomu íbúa Grindavíkur, að það er mjög mikilvægt að stöndug fyrirtæki á svæðinu leggi sitt að mörkum til að tryggja afkomu fólks á næstu mánuðum.“ Arndís Anna vildi ítreka í spurningu sinni hvort það hafi farið fram einhverjar viðræður við fyrirtækin en Katrín sagði svo ekki vera. En hafa bæri í huga að kostnaðurinn við varnargarðinn væri „miniamalískur“ í samanburði við það tjón sem þegar væri orðið.
Alþingi Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Skattar og tollar Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26