Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 22:28 Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vísir/Arnar Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir. „Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira