Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 22:28 Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vísir/Arnar Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir. „Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
„Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira