Fótboltagoðsögn spilar aftur í úrvalsdeild á Bretlandi en nú í nýrri íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 12:01 Petr Cech bryjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. Getty/ Action Foto Sport Petr Cech gerði garðinn frægan sem markvörður Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hillu þá tók hann fram skautana. Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí. Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League. Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023 Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí. Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina. Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012). Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea. FC 24 Icon Petr Cech is on the move He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...RELEASE THE OTW @EASPORTSFC Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023 Íshokkí Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira
Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí. Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League. Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023 Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí. Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina. Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012). Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea. FC 24 Icon Petr Cech is on the move He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...RELEASE THE OTW @EASPORTSFC Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023
Íshokkí Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira