Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 15:03 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira