Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 15:03 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira