Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:21 Ventura er söng- og leikkona og var samningsbundin Bad Boy á tímabili og því háð velvilja Combs. Getty/Jeff Vespa Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug. Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira