„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2023 22:09 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira
Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05