Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Með tilkynningunni fylgi kort sem sýnir hvar upptök skjálftans voru.

Þá segir að áfram mælist smáskjálftavirkni yfir kvikuganginum, norðnorðaustur af Grindavík. Um 370 jarðskjálftar hafi mælst þar frá miðnætti. Í gær hafi mælst rétt um 1.800 skjálftar yfir kvikuganginum.
„Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir ganginum í nótt og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum okkar á svæðinu.“