Sérðu svart? Halla Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:00 Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun