Fótbolti

Verður Håland klár í 90 mínútur í dag?

Siggeir Ævarsson skrifar
Haaland gæti misst af leiknum gegn Liverpool.
Haaland gæti misst af leiknum gegn Liverpool. Vísir/Getty

Stærsta spurningamerkið fyrir stórleik helgarinnar, viðureign Manchester City og Liverpool, er staðan á ökkla Erling Håland. Hann fór meiddur af velli í leik Noregs og Færeyja á fimmtudag

Håland hefur verið að glíma við endutekin meiðsli í þessum sama ökkla í vetur en meiðslin eru þó ekki sögð alvarleg. Pep Guardiola, stjóri City, sagðist vera vongóður um að Håland yrði með í dag og er talið líklegt að þeir félagar láti reyna á ökklann.

Þetta eru ekki einu meiðslin í herbúðum City en Kevin De Bruyne hefur verið lengi frá og aðeins spilað fjóra leiki það sem af er tímabilinu. Þá meiddist Mateo Kovacic meiddist í leik með króatíska landsliðinu, John Stones fór meiddur af velli í dögunum og þá eru Matheus Nunes, Rodri og Nathan Aké einnig tæpir.

Það verður því áhugavert að sjá hvernig Guardiola stillir upp byrjunarliðinu í dag í stórleik helgarinnar, en Liverpool er einu stigi á eftir toppliði City eftir tólf umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×