Var á óvenju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 12:50 Slysið varð í febrúar 2022 þegar nemendur renndu sér niður brekku vestan við Gamla skólann, eins og tíðkast hefur í áratugi. Framhaldsskólinn á Laugum Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann. Þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Slysið sem um ræðir átti sér stað 2. febrúar 2022 við Framhaldsskólann á Laugum. Nemendur voru þar að renna sér á rassaþotum niður brekku vestan við aðalbyggingu skólans en nítján ára gamall piltur lést eftir að hann hafnaði á vegi og varð þar fyrir bíl. Þotan vinstra megin er sú sem nemandinn var að renna sér á þegar hann lést. Til hægri er mynd af þotunum sem yfirleitt eru notaðar við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vegurinn liggur vestan við Gamla skóla, aðalbyggingu framhaldsskólans, neðst við brekkuna. Hallinn á henni mælist 17 gráður en lítil vatnrás er neðst í brekkunni við vegkantinn, sem samkvæmt skýrslunni stöðvar yfirleitt nemendur sem renna sér þar niður. Voru með aðra, hraðskreiðari þotu Fram kemur í skýrslunni að þennan dag hafi hópur nemenda verið að renna sér á rassasnjóþotum í brekkunni, ásamt námsráðgjafa skólans. Þetta var, sökum snjóleysis, fyrsta sinn eftir jólafrí sem farið var út að renna sér. Segir í skýrslunni að yfirleitt renni nemendur sér í annarri brekku, norðan við skólann, sem er ekki jafn brött en þennan dag hafi ekki verið þar nógu mikill snjór og nemendur því fært sig í hina, sem er brattari og nær veginum. Brekkan sem örin merkir er sú sem nemendur byrjuðu á að renna sér niður en hún var meira og minna snjólaus. Þeir færðu sig því í brattari brekkuna vestan við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rassaþoturnar sem verið var að nota eru í eigu skólans en jafnframt voru nemendur að nota aðra þotu, stærri og hraðskreiðari, í eigu nemanda. „Að sögn vitna hafði nemandinn, sem lést í slysinu, nýlokið við að renna sér niður brekkuna á stærri snjóþotunni þegar hann tók ákvörðun um að fara óvænt strax aðra ferð. Um leið og hann fór af stað sögðust nemendur, sem stóðu efst í brekkunni, hafa tekið eftir bifreið sem kom akandi eftir Austurhlíðarvegi til suðurs. Þau kváðust hafa reynt að kalla til nemandans og láta hann vita af bifreiðinni.“ Bíllinn í góðu lagi og ökumaður innan hraðamarka Fram kemur í skýrslunni að við skoðun hafi bíllinn, af gerðinni Chevrolet Captiva, verið í góðu ásigkomulagi. Bíllinn var á nagladekkjum, ekkert athugavert kom fram við hemlaprófun annað en að stöðuhemill var óvirkur og engar athugasemdir gerðar við útsýni úr bifreiðinni. Ökumaður var þá nýbúinn að beygja inn á veginn og aka um áttatíu metra eftir honum. Sökum aldurs bílsins, sem var nýskráður 2006, var ekki hægt að lesa hraða úr hugbúnaði hennar en samkvæmt framburði vitna ætluðu þau að hraðinn hafi verið á bilinu 20 til 40 km/klst. 50 km/klst hámarkshraði er á vegkaflanum. Hér má sjá brekkuna sem um ræðir. Hallinn er 17 gráður og stutt bil milli brekkunnar og vegarins.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Snjór var á veginum, nokkur hálka og sól var lágt á lofti. Að sögn ökumanns varð hann var við að snjór þyrlaðist upp rétt áður en ungi maðurinn rann upp á veginn og varð fyrir bifreiðinni. Þegar hann sá nemandann hafi hann hemlað en vegurinn verið háll og hemlun því ekki mikil. Fram kemur í tillögum rannsóknarnefndar að bæta þurfi öryggisáætlanir, bæði hjá Framhaldsskólanum á Laugum og hjá sveitarfélaginu. Fram kemur að engin slík áætlun hafi verið hjá skólanum. Þá hafi ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat sem tekur tillit til samgangna sem tengjast starfseminni eða eru í umhverfi starfseminnar og geta valdið hættu,“ segir í skýrslunni. Þingeyjarsveit Samgönguslys Umferðaröryggi Framhaldsskólar Banaslys á Laugum Norðurþing Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Slysið sem um ræðir átti sér stað 2. febrúar 2022 við Framhaldsskólann á Laugum. Nemendur voru þar að renna sér á rassaþotum niður brekku vestan við aðalbyggingu skólans en nítján ára gamall piltur lést eftir að hann hafnaði á vegi og varð þar fyrir bíl. Þotan vinstra megin er sú sem nemandinn var að renna sér á þegar hann lést. Til hægri er mynd af þotunum sem yfirleitt eru notaðar við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vegurinn liggur vestan við Gamla skóla, aðalbyggingu framhaldsskólans, neðst við brekkuna. Hallinn á henni mælist 17 gráður en lítil vatnrás er neðst í brekkunni við vegkantinn, sem samkvæmt skýrslunni stöðvar yfirleitt nemendur sem renna sér þar niður. Voru með aðra, hraðskreiðari þotu Fram kemur í skýrslunni að þennan dag hafi hópur nemenda verið að renna sér á rassasnjóþotum í brekkunni, ásamt námsráðgjafa skólans. Þetta var, sökum snjóleysis, fyrsta sinn eftir jólafrí sem farið var út að renna sér. Segir í skýrslunni að yfirleitt renni nemendur sér í annarri brekku, norðan við skólann, sem er ekki jafn brött en þennan dag hafi ekki verið þar nógu mikill snjór og nemendur því fært sig í hina, sem er brattari og nær veginum. Brekkan sem örin merkir er sú sem nemendur byrjuðu á að renna sér niður en hún var meira og minna snjólaus. Þeir færðu sig því í brattari brekkuna vestan við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rassaþoturnar sem verið var að nota eru í eigu skólans en jafnframt voru nemendur að nota aðra þotu, stærri og hraðskreiðari, í eigu nemanda. „Að sögn vitna hafði nemandinn, sem lést í slysinu, nýlokið við að renna sér niður brekkuna á stærri snjóþotunni þegar hann tók ákvörðun um að fara óvænt strax aðra ferð. Um leið og hann fór af stað sögðust nemendur, sem stóðu efst í brekkunni, hafa tekið eftir bifreið sem kom akandi eftir Austurhlíðarvegi til suðurs. Þau kváðust hafa reynt að kalla til nemandans og láta hann vita af bifreiðinni.“ Bíllinn í góðu lagi og ökumaður innan hraðamarka Fram kemur í skýrslunni að við skoðun hafi bíllinn, af gerðinni Chevrolet Captiva, verið í góðu ásigkomulagi. Bíllinn var á nagladekkjum, ekkert athugavert kom fram við hemlaprófun annað en að stöðuhemill var óvirkur og engar athugasemdir gerðar við útsýni úr bifreiðinni. Ökumaður var þá nýbúinn að beygja inn á veginn og aka um áttatíu metra eftir honum. Sökum aldurs bílsins, sem var nýskráður 2006, var ekki hægt að lesa hraða úr hugbúnaði hennar en samkvæmt framburði vitna ætluðu þau að hraðinn hafi verið á bilinu 20 til 40 km/klst. 50 km/klst hámarkshraði er á vegkaflanum. Hér má sjá brekkuna sem um ræðir. Hallinn er 17 gráður og stutt bil milli brekkunnar og vegarins.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Snjór var á veginum, nokkur hálka og sól var lágt á lofti. Að sögn ökumanns varð hann var við að snjór þyrlaðist upp rétt áður en ungi maðurinn rann upp á veginn og varð fyrir bifreiðinni. Þegar hann sá nemandann hafi hann hemlað en vegurinn verið háll og hemlun því ekki mikil. Fram kemur í tillögum rannsóknarnefndar að bæta þurfi öryggisáætlanir, bæði hjá Framhaldsskólanum á Laugum og hjá sveitarfélaginu. Fram kemur að engin slík áætlun hafi verið hjá skólanum. Þá hafi ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat sem tekur tillit til samgangna sem tengjast starfseminni eða eru í umhverfi starfseminnar og geta valdið hættu,“ segir í skýrslunni.
Þingeyjarsveit Samgönguslys Umferðaröryggi Framhaldsskólar Banaslys á Laugum Norðurþing Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48