Segist vongóður um „fordæmalausa niðurstöðu“ Cop28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 07:23 Næstu dagar munu leiða í ljós hvort innistæða er fyrir bjartsýni Al Jaber. Getty/Bryan Bedder „Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni. Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian. Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira