Mannúð fyrir jólin Inga Sæland skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Eldri borgarar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun