Á fráveituvatnið heima í sjónum? Ottó Elíasson skrifar 30. nóvember 2023 12:00 Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun