Hættir hjá Geislavörnum eftir 38 ára starf Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2023 11:02 Sigurður M. Magnússon tók við blómvendi á síðasta starfsdegi sínum hjá Geislavörnum í morgun. Stjr Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi. Sagt er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Nýr forstjóri stofnunarinnar er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Fram kemur að fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, hafi samþykkt á Alþingi árið 1962. Í kjölfarið hafi dómsmálaráðherra skipað nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. „Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra, með lögum nr. 117/1985. Sigurður M. Magnússon var skipaður af Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra til að veita Geislavörnum ríkisins forstöðu með skipunarbréfi sem tók gildi 1. janúar 1986. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku. Sigurður og Willum Þór í morgun.Stjr Trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi Undir stjórn Sigurðar hefur stofnunin verið í fararbroddi í rekstri ríkisstofnana og notið virðingar á alþjóðavettvangi. Sigurður hefur alla tíð lagt ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf sem hefur átt þátt í því að skapa stofnuninni sterkan starfsgrundvöll. Í embættistíð sinni hefur Sigurður m.a. gegn stöðu formanns stjórnar Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) í 6 ár, hann var í nokkur ár forseti Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) og í mörg ár stjórnarformaður Norrænna kjarnaöryggisrannsókna (NKS). Árið 2015 hlaut Sigurður Bo Lindell verðlaun NSFS fyrir mikilvægt framlag til geislavarna á norrænum og alþjóðlegum vettvangi um langan tíma. Þá hefur hann verið formaður geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), virkur stjórnarmaður í Alþjóðageislavarnasamtökunum (IRPA) auk þess að hafa sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Alþjóðageislavarnaráðið (ICRP), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Kjarnorkumálastofnun OECD (NEA),“ segir á vef stjórnarráðsins. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Nýr forstjóri stofnunarinnar er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Fram kemur að fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, hafi samþykkt á Alþingi árið 1962. Í kjölfarið hafi dómsmálaráðherra skipað nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. „Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra, með lögum nr. 117/1985. Sigurður M. Magnússon var skipaður af Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra til að veita Geislavörnum ríkisins forstöðu með skipunarbréfi sem tók gildi 1. janúar 1986. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku. Sigurður og Willum Þór í morgun.Stjr Trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi Undir stjórn Sigurðar hefur stofnunin verið í fararbroddi í rekstri ríkisstofnana og notið virðingar á alþjóðavettvangi. Sigurður hefur alla tíð lagt ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf sem hefur átt þátt í því að skapa stofnuninni sterkan starfsgrundvöll. Í embættistíð sinni hefur Sigurður m.a. gegn stöðu formanns stjórnar Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) í 6 ár, hann var í nokkur ár forseti Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) og í mörg ár stjórnarformaður Norrænna kjarnaöryggisrannsókna (NKS). Árið 2015 hlaut Sigurður Bo Lindell verðlaun NSFS fyrir mikilvægt framlag til geislavarna á norrænum og alþjóðlegum vettvangi um langan tíma. Þá hefur hann verið formaður geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), virkur stjórnarmaður í Alþjóðageislavarnasamtökunum (IRPA) auk þess að hafa sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Alþjóðageislavarnaráðið (ICRP), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Kjarnorkumálastofnun OECD (NEA),“ segir á vef stjórnarráðsins.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22