Sandra nýr framkvæmdastjóri HK Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 11:46 Sandra Sigurðardóttir, nýr framkvæmdastjóri HK HK Sandra Sigurðardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri HK. Sandra, sem hefur víðtæka reynslu úr íþróttastarfi, segir mikla vaxtamöguleika innan félagsins. Sandra mun hefja störf hjá HK þann 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu segir að Sandra hafi um árabil starfað sem yfirþjálfari og framkvæmdastjóri fimleikadeildar Hamars. Hún var einnig stjórnarmaður í fimleika- og knattspyrnudeild félagsins ásamt því að sinna stjórnarsetu og trúnaðarstörfum fyrir ýmis sérsambönd. Þá hefur hún verið í eigin rekstri tengdum heilsueflingu, starfað sem kennari á leikskóla- og grunnskólastigi og verið leiðandi í bæjarmálum í Hveragerði. Sandra er með b.sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði og MBA próf frá Háskóla Íslands, hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og mikla reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu. Knattspyrnuhöllinn Kórinn.Vísir/Vilhelm Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður HK segir mikilvæg verkefni framundan hjá félaginu. Það sé ánægjulegt að svo öflugur leiðtogi með fjölbreyttan bakrunn hafi verið ráðin til starfsins. „Rekstur stórs íþróttafélags eins og HK, með margar og ólíkar deildir, er umfangsmikill og mikilvægt að starfið sé leitt með öflugri forystu og framsýni í huga. Stefna okkar og grunnmarkmið er að um æfingasvæðið okkar hlaupi brosandi og örugg börn sem fyrr, meistaraflokkar nái árangri í sínum deildum og starfsfólk félagsins sé ánægt.“ Þá sé vinna hafin í samstarfi við bæjaryfirvöld, um uppbyggingu á stúku á félagssvæði félagsins á Vatnsenda. Hlakkar til að stækka HK hjartað Sjálf segist Sandra mæta spennt til leiks og hana hlakki til að stækka og efla HK hjartað. „Félagið hefur mikla vaxtamöguleika í gegnum allar þær fjölbreyttu deildir sem þar eru og komandi uppbyggingu á félagssvæðinu. Við erum með öflug þjálfarateymi og metnaðarfulla sjálfboðaliða sem ég hlakka til að starfa með auk þeirra tæpu þrjú þúsund iðkenda sem hjá félaginu eru. Við ætlum að fjölga þeim enn frekar um leið og við skilum.“ Vistaskipti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Sandra mun hefja störf hjá HK þann 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu segir að Sandra hafi um árabil starfað sem yfirþjálfari og framkvæmdastjóri fimleikadeildar Hamars. Hún var einnig stjórnarmaður í fimleika- og knattspyrnudeild félagsins ásamt því að sinna stjórnarsetu og trúnaðarstörfum fyrir ýmis sérsambönd. Þá hefur hún verið í eigin rekstri tengdum heilsueflingu, starfað sem kennari á leikskóla- og grunnskólastigi og verið leiðandi í bæjarmálum í Hveragerði. Sandra er með b.sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði og MBA próf frá Háskóla Íslands, hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og mikla reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu. Knattspyrnuhöllinn Kórinn.Vísir/Vilhelm Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður HK segir mikilvæg verkefni framundan hjá félaginu. Það sé ánægjulegt að svo öflugur leiðtogi með fjölbreyttan bakrunn hafi verið ráðin til starfsins. „Rekstur stórs íþróttafélags eins og HK, með margar og ólíkar deildir, er umfangsmikill og mikilvægt að starfið sé leitt með öflugri forystu og framsýni í huga. Stefna okkar og grunnmarkmið er að um æfingasvæðið okkar hlaupi brosandi og örugg börn sem fyrr, meistaraflokkar nái árangri í sínum deildum og starfsfólk félagsins sé ánægt.“ Þá sé vinna hafin í samstarfi við bæjaryfirvöld, um uppbyggingu á stúku á félagssvæði félagsins á Vatnsenda. Hlakkar til að stækka HK hjartað Sjálf segist Sandra mæta spennt til leiks og hana hlakki til að stækka og efla HK hjartað. „Félagið hefur mikla vaxtamöguleika í gegnum allar þær fjölbreyttu deildir sem þar eru og komandi uppbyggingu á félagssvæðinu. Við erum með öflug þjálfarateymi og metnaðarfulla sjálfboðaliða sem ég hlakka til að starfa með auk þeirra tæpu þrjú þúsund iðkenda sem hjá félaginu eru. Við ætlum að fjölga þeim enn frekar um leið og við skilum.“
Vistaskipti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira