Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 11:45 Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, bendir á að málið snúist um Reykjadal, svæði þar sem fari tugþúsundir ferðamanna um á hverju ári. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja. Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“ Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“
Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira