Lét Hvergerðinga vita í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 15:42 Elliði Vignisson lét bæjaryfirvöld í Hveragerði vita af fyrirhuguðu rannsóknarleyfi vegna mögulegrar virkjunar í febrúar. Vísir/Egill Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars. „Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira