Robbie Keane rauk úr viðtali eftir leikinn gegn Breiðablik Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 17:17 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv, á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Maccabi Tel Aviv sótti 2-1 sigur gegn Breiðablik í 5. umferð riðlakeppni Sambands-deildarinnar. Írska knattspyrnugoðsögnin Robbie Keane þjálfar liðið og gaf sig til tals við undirritaðan strax að leik loknum en rauk út þegar talið barst að ísraelska fánanum sem leikmaður liðsins flaggaði við fögnuð opnunarmarksins. Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Sjá meira
Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Sjá meira
Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25