ESB styður við íslenska háskóla Lucie Samcová-Hall Allen skrifar 1. desember 2023 08:01 Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Háskólar Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun