Segir Þorstein ekki rétta manninn til að stýra landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 19:05 Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði Þorstein Halldórsson ekki réttan mann til að stýra íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. skjáskot Guðbjörg Gunnarsdóttir er markmannsþjálfari u-18 ára landsliðs Svíþjóðar sem mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum á dögunum. Hún gaf sig til tals við Ríkharð Óskar Guðnason fyrir komandi leiki, þegar talið barst að íslenska A-landsliðinu sagði hún erfitt að sjá leikplan þjálfarans Þorsteins Halldórssonar og viðurkenndi að hún teldi hann ekki rétta manninn til að stýra liðinu. Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira