Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur Hera Grímsdóttir skrifar 2. desember 2023 12:31 Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun