Boston Celtics án lykilmanns í átta liða úrslitunum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 13:00 Kristaps Porzingis hefur verið að spila vel með Boston Celtics en getur ekki hjálpað liðinu á úrslitastund í deildarbikarnum. Getty/Justin Ford Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins fara fram í kvöld en átta liða úrslitunum lýkur svo aðra nótt með hinum tveimur leikjunum. Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira