Alþjóðadagur fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2023 10:30 Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun