Fleiri hús byggð í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2023 20:30 Svona munu nýju húsin líta út á Eyraveginum á Selfossi fullbyggð og verða þau hluti af nýja miðbænum á staðnum. Aðsend Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi eru að fara af stað eftir að byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti byggingaráform Sigtún Þróunarfélags á lóðinni við Eyraveg 3-5 við hlið Mjólkurbúsins. Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira